Upphafslag

Það elska allir þjóðsögur um drauga, álfa og tröll
Þær eru okkar ævintýri - en svo varð sagan öll
Við hættum að skrifa þær niður og bæta við þeirra heim
Og ef við breytum því ekki - er hætt' á við gleymum þeim

Vá hvað það væri sorglegt? Ég gæti í alvöru þurft að læra eitthvða nytsamlegt í skólanum
Þjóðsögurnar geta sko alveg komið að góðum notum
Varstu að segja eitthvað Bjartur?
Held hann hafi bara verið að hósta, það er svo mikið ɾyk í bókunum hans
Æi, Jón þú ert svo geðveikt... þú veist svona... sko... já, orðheppinn
Þjóðólfur, geturðu plís bara sagt okkur hvert verkefnið er svo við getum klárað það og farið út í fótbolta
Ég vil sjá metnað í þessu. Sigurvegari keppninnar gæti unnið utanlandsferð
Af hverju sagðirðu það ekki stɾax, það breytir öllu dæminu
Hvaða vinningar?


Nú blásið verður til samkeppni
Sem [A]þið getið unnið með smáheppni
Þið hafið sannarlega hæfileika í það

Þjóðsagan má fjalla um hvað sem [A]er
Ímyndunaraflið fær að ɾáða hér,
Þið þurfið bara að koma þessu niðrá blað

Þið eigið að búa til sögu
Hún má vera um hvað sem [A]er
Má búa til nýjar verur?
Það er bara betɾa - það finnst mér

Má það vera krípí draugur?
Eða einhverskonar óargadýr?
Kannski eru blóðsugu kindur
Eða hræðilegur kennari sem [A]einn í helli í býr

Mjög fyndið Jón, en ég bý í Hellutúni, ekki í Helli
En eruð þið búin að ná þessu - út á hvað gengur þessi samkeppni?

Sögu þarf að klára fyrir samkeppni
síðan getum við kannski með smáheppni
farið út í bolta og fengið loksins frí

Sagan má fjalla um hvað sem [A]er
Ímyndunaraflið fær að ɾáða hér
Það eitt skiptir máli að þjóðsagan sé ný,
en aðallega samt að við fáum loksins frí
og þar á eftir kannski að þjóðsagan sé ný

Og að öllu þessu loknu þið fáið kannski frí...mín...útur
Đăng nhập hoặc đăng ký để bình luận